A warm welcome to the North of Iceland!
Inspiration Iceland er rekið af Andreas Baumgartner og Ulricu Seiler ásamt starfsmönnum þeirra.
Ulrica Seiler er fædd 7. nóvember 1971 í Engadin í Sviss. Hún er lærður jógakennari og doktor í hefðbundum kínverskum lækningum. Ulrica hlaut fyrstu leiðsögn sína í jógafræðum við rætur Himalajafjalla í Nepal. Við heimkomuna til Sviss hélt hún áfram námi í jógafræðum næstu 4 árin og hlaut að endingu viðurkenningu sem jógakennari frá sambandi jógakennara í Sviss (e. The Swiss Yoga Association) árið 2001.
Næstu ár á eftir jók Ulrica við menntun sína í Bandaríkjunum, á Indlandi og Englandi og hlaut Inspired Anusara Yoga Teacher í New York. Á Indlandi lærði Ulrica einnig Ayurveda, með áherslu á nudd og næringarfræði. Árið 2003 hóf hún svo nám í hefðbundnum kínverskum lækningum í Sviss. Hún útskrifaðist fjórum árum síðar í 5 grunnstoðunum (nálastungum, náttúrulækningum, tuina nuddi, Qi Gong og næringarfræðum). Ulrica notar þekkingu sína og reynslu af hefðbundnum kínverskum lækningum ásamt náttúrulegum hæfileikum og innsæi í öllum sínum verkum.
Andreas Baumgartner er fæddur 29. apríl 1969 í Sviss og starfar sem frumkvöðull og leiðsögumaður. Áður starfaði hann sem kennari í 15 ár og kenndi þá bæði tungumál og íþróttir. Næst lá leið hans í Barbara Brennan School of Healing in Europe árið 2003 og útskrifaðist hann þaðan árið 2007. Hann hefur einnig stundað nám sem markþjálfi undir leiðsögn Ms. Bandelier í Sviss. Andreas hefur einstakan hæfileika til að hjálpa fólki að finna sinn innri kjarna og styrk og fegurð hvers einstaklings.
Andreas hefur einnig stundað fjallamennsku í meira en 20 ár, við klettaklifur, skíðamennsku og snjóþrúgugöngu, hvort heldur sem er á fjallasvæðum eða háfjallasvæðum. Í janúar 2012 útskrifaðist Andreas úr Leiðsöguskóla Íslands sem leiðsögumaður á fjórum tungumálum.
Hin hlið Andreasar er ástríða hans fyrir ferðalögum, hvort sem er utandyra eða inn á við. Ísland býður upp á hið fullkomna umhverfi fyrir þess háttar ferðalög. Í ferðum sínum um landið leiðir Andreas gesti sína í gegnum ferðalag þar sem þeir upplifa bæði kraft jarðar og dýpt og víðfeðmi himinsins.