Sökktu þér í töfraheim vetrarins við 66°Norður: náttúran, öll umvafin hvítu stafar frá sér kyrrð og friðsemd og víðáttumikið landslagið býður upp á endalausa möguleika í afþreyingu á meðan norðurljósin dansa á himni
Sökktu þér í töfraheim vetrarins við 66°Norður: náttúran, öll umvafin hvítu stafar frá sér kyrrð og friðsemd á sama tíma og hún býður upp á endalausa möguleika í afþreyingu. Upplifðu einn rólegasta tíma ársins á Íslandi og njóttu vetrarafþreyingar. Sólin kastar geislum sínum á snævi þakið landslagið og á næturnar dansa norðurljósin á himni. Þetta er töfraheimur kyrrðar sem gefur af sér mikla orku. Í mesta kuldanum fæst mesta ánægjan úr heitu pottunum.
Sunnudagur: Komið til Akureyrar á eigin vegum
Mánudagur: Jóga í miðjum firði
Þriðjudagur: Mývatn - jóga innan um jarðhita
Miðvikudagur: Tröllaskagi
Fimmtudagur: Dásamlegt útsýni yfir fjörðinn
Föstudagur: Jóga við fossadyn
Hámark 15 manns
Gisting
Þú eyðir vikunni í íbúðum okkar á Akureyri, Perlur norðursins, við mikil þægindi. Heitur pottur er við íbúðirnar. Íbúðirnar okkar bjóða upp á tvíbýli og einbýli, ef pláss leyfir.
Jóga
Allar jógastundir eru kenndir af Ulricu Seiler. Daglegu jógastundirnar eru 2-3 klukkustundir í heildina og fara fram í jógamiðstöðinni okkar. Ef veðrið er gott fer hluti jógastundanna fram úti í náttúrunni í ferðunum. (jógastund útandyra er 20-30 mínútur)
Snjóþrúguferðir
Snjóþrúguferðirnar leiða þig um fjölbreytt landslag norðurhluta Íslands. Lengd ferðanna er frá 1 upp í 3 klukkustundir og á færi allra. Leiðsögumaður fylgir þátttakendum í öllum ferðum.
Máltíðir
Auðvelt er að útbúa morgunmat í íbúðunum. Þátttakendur ættu að útbúa sér nesti fyrir hádegismat þann dag sem farið er að Mývatni. Að undanskildum deginum sem komið er til Akureyrar og deginum að Mývatni útbúa þátttakendur sínar eigin máltíðir í íbúðunum eða njóta þess að borða á veitingastöðum nálægt íbúðinni.
Ferðir
Allar ferðir eru innifaldar, ferðir til og frá strætóstöð eða flugvellinum á Akureyri, allar ferðir milli íbúða og jógamiðstöðvarinnar ásamt öllum ferðum í og úr dagskrá dagsins. Sótt er á strætóstöðina við Hof á upphafsdegi og á flugvöllinn um 15:45 (ákjósanlegur tími til að bóka) og aftur á flugvöllinn kl. 19:40.