Uppgötvaðu kraftinn sem býr í íslenskri náttúru yfir sumartímann og leyfðu þér að heillast af miðnætursólinni í Jóga og gönguferðir - miðnætursól
Jóga og gönguferðir að sumri á Íslandi undir miðnætursólinni. Uppgötvaðu kraftinn sem býr í íslenskri náttúru yfir sumartímann og leyfðu þér að heillast af miðnætursólinni. Þegar sólin skín allan sólarhringinn iðar lífið í norðri: þúsundir fugla færa líf í strendur landsins, gróður er í fullum blóma og sólin yljar landinu. Í gönguferðum okkar uppgötvum við fjölbreytileika íslenskrar náttúru og skynjum kraft hennar í jógatímunum okkar.
Sunnudagur: Komið til Akureyrar á eigin vegum
Mánudagur: Jóga í miðjum firði
Þriðjudagur: Mývatn - jóga innan um jarðhita
Miðvikudagur: Tröllaskagi
Fimmtudagur: Dásamlegt útsýni yfir fjörðinn
Föstudagur: Jóga við fossadyn
Gisting
Þú eyðir vikunni í íbúðum okkar á Akureyri, Perlur norðursins, við mikil þægindi. Heitur pottur er við íbúðirnar. Íbúðirnar okkar bjóða upp á tvíbýli og einbýli, ef pláss leyfir.
Ferðir
Allar ferðir eru innifaldar, til og frá rútustöð eða flugvellinum á Akureyri, allar ferðir milli íbúða og jógamiðstöðvarinnar ásamt öllum ferðum í og úr dagskrá dagsins. Sótt er á strætóstöðina við Hof á upphafsdegi kl. 15:30, þaðan er keyrt á flugvöllinn að sækja farþegar þar um 16:30 (ákjósanlegur tími til að bóka) og kl. 18:30 fyrir fjallarútuna hjá SBA og loks kl. 20:30 aftur á flugvellinum.
Komur til Akureyrar á eigin vegum
Þátttakendur koma sér til Akureyrar á eigin vegum.
Jóga
Allar jógastundir eru kenndir af Ulricu Seiler. Daglegu jógastundirnar eru 2-3 klukkustundir í heildina og fara fram bæði innandyra og úti í náttúrunni. Vanalega er morguntíminn kenndur innandyra í jóamiðstöðinni okkar og síðdegis er kennt úti í náttúrunni, hvar sem við erum stödd á þeim tíma.
Gönguferðir
Gönguferðirnar leiða þig um fjölbreytt landslagið í Norðurhluta Íslands. Ferðirnar eru fjölbreyttar og standa yfir í 1 og hálfan tíma og allt að þrjá tíma og eru á færi allra. Leiðsögumaður fylgir þátttakendum í öllum ferðum.
Máltíðir
Auðvelt er að útbúa morgunmat í íbúðunum. Þátttakendur ættu að útbúa sér nesti fyrir hádegismat, þar sem ferðirnar eiga sér oft stað á þeim tíma (að undanskilinni ferðinni á Tröllaskaga, þar er hádegismatur innifalinn). Kvöldmatur er ávallt á veitingahúsi eða kaffihúsi í næsta nágrenni