Jóga og gönguferðir að hausti vekja öll skilningarvitin: gullnir litir haustsins, hreina loftið og sætu bláberin. Litadýrðin minnir á mátt náttúrunnar áður en veturinn tekur yfir.
Haustið vekur upp öll skilningarvitin: litirnir í náttúrunni, hreint loftið og sætleiki berjanna sem loks ná þroska. Litadýrðin minnir á mátt náttúrunnar áður en vetrarþögnin tekur yfir.
Kyrrð og ró eru að færast yfir: farfuglarnir og flestir ferðamennirnir kveðja nú Ísland. En hér kviknar annað líf af fullum krafti: ber og sveppir eru í fullum þroska, litirnir í náttúrunni glóa og fólk fer í göngur til að reka hesta og kindur af fjalli niður í dalina. Þetta er dásamlegur tími til að fá góða innsýn í daglegt líf á Íslandi.
Á sama tíma og sumarið líður undur lok og farfuglarnir fara að kveðja landið þá vakna á Íslandi nýir töfrar, töfrar lita og haustbirtunnar. Bláber og sveppir ná þroska og menn fara í göngur til að reka hesta og kindur af fjalli niður í dalina. Þetta er dásamlegur tími til að upplifa daglegt líf á landsbyggðinni og með smá heppni gætirðu náð fyrstu norðurljósum haustsins.
Sunnudagur: Komið til Akureyrar á eigin vegum
Mánudagur: Jóga í miðjum firði
Þriðjudagur: Mývatn - jóga innan um jarðhita
Miðvikudagur: Tröllaskagi
Fimmtudagur: Dásamlegt útsýni yfir fjörðinn
Föstudagur: Jóga við fossadyn
Þú eyðir vikunni í íbúðum okkar á Akureyri, Perlur norðursins, við mikil þægindi. Heitur pottur er við íbúðirnar. Íbúðirnar okkar bjóða upp á tvíbýli og einbýli, ef pláss leyfir.
Ferðir
Allar ferðir eru innifaldar, til og frá strætóstöð eða flugvellinum á Akureyri, allar ferðir milli íbúða og jógamiðstöðvarinnar ásamt öllum ferðum í og úr dagskrá dagsins. Sótt er á strætóstöðina við Hof á upphafsdegi kl. 15:30, þaðan er keyrt á flugvöllinn að sækja farþegar þar um 16:30 (ákjósanlegur tími til að bóka) og kl. 18:30 fyrir fjallarútuna hjá SBA og loks kl. 20:30 aftur á flugvellinum.
Komur til Akureyrar á eigin vegum
Þátttakendur koma sér til Akureyrar á eigin vegum.
Jóga
Allar jógastundir eru kenndir af Ulricu Seiler. Daglegu jógastundirnar eru 2-3 klukkustundir í heildina og fara fram bæði innandyra og úti í náttúrunni. Vanalega er morguntíminn kenndur innandyra í jóamiðstöðinni okkar og síðdegis er kennt úti í náttúrunni, hvar sem við erum stödd á þeim tíma.
Gönguferðir
Gönguferðirnar leiða þig um fjölbreytt landslag Norðurlands. Ferðirnar eru fjölbreyttar og standa yfir frá 1 og hálfum tíma í allt að þrjá tíma og eru á færi allra. Leiðsögumaður fylgir þátttakendum í öllum ferðum.
Máltíðir
Auðvelt er að útbúa morgunmat í íbúðunum. Þátttakendur ættu að útbúa sér nesti fyrir hádegismat, þar sem ferðirnar eiga sér oft stað á þeim tíma (að undanskilinni ferðinni á Tröllaskaga, þar er hádegismatur innifalinn). Kvöldmatur er ávallt á veitingahúsi eða kaffihúsi í næsta nágrenni