Perlur norðursins - íbúðir
Ertu að leita að gistingu á Íslandi? Við leigjum út fallegu íbúðirnar okkar á Akureyri.
-
Duration:: 1 Hour
-
Very easy
-
Electronic voucher
-
Meet on location
Book online and get instant reservation confirmation
Description
Ertu að leita að gistingu á Íslandi? Við leigjum út fallegu íbúðirnar okkar á Akureyri. Íbúðirnar okkar fjórar, perlur norðursins, bjóða upp á bæði þægindi og næði og eru staðsettar á besta stað í bænum. Akureyri er heillandi bær og það er vel þess virði að eyða nokkrum dögum eða viku hér í höfuðstað norðursins. Einnig er tilvalið að nota Akureyri sem bækistöð og kanna norðurlandið með dagsferðum frá bænum.
- Perla norðursins 1 - Íbúð með 3 svefnherbergjum og heitum potti (fyrir 6 manns)
Þessi lífstílsíbúð sameinar vel arkítektúr fimmta áratugarins og nýuppgert húsið þar sem vandað hefur verið til verka og hugsað um öll smáatriði. Íbúðin rúmar 6 manns í 3 svefnherbergjum og einnig er heitur pottur til afnota. Íbúðinni fylgir pallur þar sem hægt er að tylla sér og njóta útsýnisins, garður sem hægt er að leika sér í og að sjálfsögðu er hægt að slaka á í heita pottinum.
- Perla norðursins 2 - Íbúð með 2 svefnherbergjum (fyrir 4 manns)
Íbúðin er hönnuð með nútímalist sem innblástur og hugsað er fyrir hverju atriði. Hér er kyrrð og ró en þó er einungis fimm mínútna gangur í næsta verslunarkjarna, miðbæinn með kaffihúsum og veitingastöðum, sundlaugina og leikvelli í næsta nágrenni.
- Perla norðursins 4 - Íbúð með 3 svefnherbergjum og heitum potti (fyrir 5 manns)
Björt og rúmgóð íbúð með heitum potti til einkanota, palli og garði. Stofa og borðstofa eru rúmgóð og gott útsýni er yfir Eyjafjörð. Íbúðin rúmar 5 manns í 3 svefnherbergjum. Einungis steinsnar frá íbúðinni er Lystigarðurinn, sem er einstakur svo norðarlega í heiminum.
- Perla norðursins 5 - Íbúð með 3 svefnherbergjum (fyrir 6 manns)
Björt og rúmgóð íbúð með gott útsýni yfir Eyjafjörðinn. Nútímalegt eldhús, silkigardínur og íslensk myndlist á veggjum. Íbúðin rúmar 6 manns í 3 svefnherbergjum. Einungis steinsnar frá íbúðinni er Lystigarðurinn, sem er einstakur svo norðarlega í heiminum.
Attention points
- Innritun: 16:00 - 22:00
- Útritun: til kl. 11:00
- Reykingar eru bannaðar
- Gæludýr eru ekki leyfð
What’s included
- Wifi
- Nútímalegt eldhús
- Sjónvarp með geislaspilara/DVD-spilara
- Þvottaaðstaða
- Garður eða pallur og við sumar íbúðir er heitur pottur
- Bílastæði
- Fljótleg leið við inn- og útritun
- Kaffi og te
- Handklæði og lín
kr
18,000
1 Hour
,
Very easy